Um okkur

Gjafir Jarðar er andleg verslun staðsett á Laugavegi 12. Verslunin hefur verið starfrækt frá 15. febrúar 2005. Á efri hæð hússins er meðferðastofa en þar er boðið upp á heilun, miðlun, reiki heilun, stjörnukort, bowentækni, orkupunktajöfnun og spáspil 

Steinar og kristallar í öllum formum og gerðum skipa stóran sess í versluninni enda stuðla þeir að því að halda mjög góðri og fallegri orku á svæðinu, en það líður ekki sá dagur að við heyrum frá viðskiptavinum sem koma til okkar og tala um hversu orkan sé yndisleg og slakandi í búðinni. Margir segja að kristallar séu orkugjafar Jarðarinnar, enda verið notaðir um ómunatíð til heilunar og orkuaukningar/jöfnunar. Fegurð kristalla og steina er óendanlega mikil og hver og einn hefur sína sér eiginleika og sál. Steinar og kristallar eru gjafir Móður Jarðar til okkar sem búum á Jörðinni.

Vöruúrvalið er fjölbreytt og þar má telja margar tegundir steina og kristalla, skartgripi, reykelsi, slökunar tónlist, hugleiðslu geisladiska, bækur, tarotspil, engla og gyðjuspilin frá Doreen Virtue, steinalampa, steina kertastjaka, steina/blómadropa og margt fleira.

Fyritækið flytur inn flestar sínar vörur. 
 
Hjá okkur starfa þau Sigurlín (heilun og miðlun), Páll (reiki heilun), Sigga (orkupunktajöfnun) Andri og Helga (klassískt nudd) og Sigríður Klingenberg (spáspil) á efri hæðinni.
 
Tímapantanir hjá Sigurlínu, Sigríði Lovísu og hjá Andra og Helgu eru í búðinni í síma 517-2774, aðrir sjá sjálfir um tímapantanir fyrir meðferðir. 
 
Opnunartími: 
Mánudag - Föstudag frá kl 11 - 18 
Laugardag frá kl 12 - 16, (fyrsta laugardag mánaðar er opið til kl 17)