Um okkur

Gjafir Jarðar er andleg verslun staðsett á Laugavegi 61.

Steinar og kristallar í öllum formum og gerðum skipa stóran sess í versluninni enda stuðla þeir að því að halda mjög góðri og fallegri orku á svæðinu, en það líður ekki sá dagur að við heyrum frá viðskiptavinum sem koma til okkar og tala um hversu orkan sé yndisleg og slakandi í búðinni. Margir segja að kristallar séu orkugjafar Jarðarinnar, enda verið notaðir um ómunatíð til heilunar og orkuaukningar/jöfnunar. Fegurð kristalla og steina er óendanlega mikil og hver og einn hefur sína sér eiginleika og sál. Steinar og kristallar eru gjafir Móður Jarðar til okkar sem búum á Jörðinni.

Vöruúrvalið er fjölbreytt og þar má telja margar tegundir steina og kristalla, skartgripi, reykelsi, slökunar tónlist, hugleiðslu geisladiska, bækur, tarotspil, engla og gyðjuspilin frá Doreen Virtue, steinalampa, steina kertastjaka, steina/blómadropa og margt fleira.

Fyritækið flytur inn flestar sínar vörur. 
 
Opnunartími: 
Mánudag - Föstudag frá kl 11 - 18 
Laugardag frá kl 13 - 16, (fyrsta laugardag mánaðar er opið til kl 17)